Meðvirkni
Ég talaði um á snappinu okkar um meðvirkni sem er mér gríðalega mikilvægt málefni, vegna þess ég hef verið föst þar, ég hef líka verið fílinn sem allir voru meðvirkir með.
En það verður samt að læra gera greinarmun á hvað er meðvirkni og hvað er bara einfaldlega hjálpsemi.
Í dag er orðið ''meðvirkni'' notað alveg rosalega mikið og þykir mér það alveg rosalega vont, því þetta er alls ekkert djók að vera meðvirkur, þetta tekur þvílikt á andlegu heilsuna og á til þess að verða bara svo andlega slæm að fólk verður bara þunglynt, kvíðaveikt, og festast þarna og oft hefur það endað bara illa.
Ætla aldrei að fara með mína færslur eða snap-pælingar útí pólitík, því þar getur mér klægjað í blóðið.
En ég mæli svo með að fólk lesi sér til um meðvirkni, og átti sig á muninum á stjórnsemi,meðvirkni og hjálpsemi.
Því hann er til, það er bara svo þunn lína þarna á milli að fólk gerir sér bara ekki grein fyrir því.
Ég gerði það ekki.
Ég er nýlega búin að átta mig á því hvenær ég er að vera meðvirk og hvenær ekki, jú stundum þarf að benda mér á það og það þykir mér afskaplega gott.
Ég get tekið því í dag að vera bennt á hlutina, áður.. Guð hjálpi fólki.
En þar sem ég vil enda þetta bara með tenglum á meðvirkni, og allri meðvirkni vegna þess hún er ekki alltaf bara tengd Alkóhólisma, heldur er þetta mjög stór þáttur af mörgu í lífinu og sumir sjá það einfaldlega ekki.
Meðvirkni er ; Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum
Meðvirkni er líka fjölskylduvandamál:
- Afneitun
- Skömm
- Tilhneiging til að fela ástand, tilfiningar og líðan
- Tjáskipti innan fjölskyldunnar fara versnandi
- Einstaklingar einangrast það innra og ytra
- Kvíði, vanmáttur og reiði
- Flótti frá fjölskyldunni, aðskilnaður, skilnaður
Skömmin er þarna mjög oft ef ekki alltaf fylgifiskur meðvirkni.
Skömm og einkenni meðvirkni:
- Afneitun á þarfir og tilfiningar
- Fullkomnunaráratta
- Lágt sjálfsmat
- Þóknast öðrum
- Sektarkennd
- Vandi með nánd
- Ósjálfstæði
- Vanvirk samskipti
- Sársaukafullar tilfiningar
- Stjórnun - Stjórnleysi - Undanlátsemi
- Vanvirk tengd
Karnaeinkenni Meðvirkni:
Sameiginlegt með þeim sem upplifa meðvirkni er að þeir eiga erfitt með að :
- Upplifa heilbrigða sjálfsvirðingu
- Setja heilbrigð mörk
- Viðurkenna og tjá eigin raunveruleika
- Sinna eigin þörfum á fullorðinsárum
- Upplifa og tjá veikleika sinn af hófsemi
Allt þetta saman hefur áhrif á sjálfsvirðinguna, sjálfsvirðingin er líka gríðalega mikilvæg og ef hún er lág eða ekki nein er það oft mjög slæmt, og alltaf ætti maður að leita hjálpar ef eitthvað af þessum einkennum ef ekki bara öll eiga við þig, því sjálfsvirðing er það sem allir eiga skilið að hafa og eiga vera með, því við öll skiptum máli. Ég, Þú kæri lesandi, ALLIR.
Lítil Sjálfsvirðing:
- Ég á erfitt með að taka ákvarðanir
- Ég dæmi allt sem ég segi
- Kann ekki að taka viðurkenningu eða hrósi
- Bið ekki um aðstoð
- Álit annara skiptir mig máli
- Er ekki verðug að vera elskuð/aður
Sjálfsvirðing byggist á:
- Trú á eigin getu og sjálfstrausti
- Innri venjur byggja upp sjálfsvirðingu
- Virða staðreyndir og rækta meðvitund
- Viðurkenna sjálfan sig
- Bera ábyrgð á sjálfum sér
- Vera sannur og trúr í samskiptum við aðra
- Markmið til skemmri og lengri tíma
- Vera sjálfum sér samkvæmur
Hér fyrir neðan ætla ég að setja linka á þær síður sem hægt er að lesa sér til um meðvirkni, stjórnsemi og sjálfsvirðingu.
Við verðum að læra setja mörk, mörk sem okkur finnst rétt fyrir okkur og auðvitað er það allra að virða mörkin okkar, þessvegvna ætla ég að setja inn nokkra linka sem tengjast líka stjórnsemi og kúgun t.d.
Ytri mörk:
- Líkamleg
- Kynferðisleg
Innri mörk:
- Hugsanir
- Tilfiningar
- Hegðun
Ef þessi mörk eru ekki þá er skaddað markakerfi, þá eru settir upp múrar í staðin:
- Reiðimúrar
- Óttamúrar
- Þagnamúrar
- Orðamúrar
Hér koma linkar um allt sem ég fann sem þið getið lesið um.
Þangað til næst.
-Guðrún Ósk-
Allt þetta vakti minn áhuga, hægt er að lesa sér mikið til um þetta bara á því að google.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli