sunnudagur, 15. apríl 2018

Andlegheilsa, fortíðarsaga og dagurinn í dag.

Yfirfærsla á mitt líf.



Ég elst upp hjá yndislegri móður og á tvö eldri systkyni, og tvö yngri. Kalla mig miðju svartasauðinn, en það fýla ekki allir ég geri það.
Ég lenti alveg í bæði einelti í skóla og skipti oft um skóla því ég náði hvergi í raun að fóta mig neinstaðar, ég fittaði hvergi inn fannst mér.

Ég byrjaði ung aðeins um 13 ára að neyta fíkniefna og fann ég ákveðna frelsun í því, hvarf heiman frá mér, var mjög uppreisnargjörn og olli ulsa allstaðar sem ég kom í raun.
Ég var oft í höndum lögreglu og alltaf fylgd með henni heim eða í klefa því ég hafði brotið af mér og greyjið fjölskyldan min vissi í raun ekkert hvað hun ætti að gera við mig. 
Það var reynt að senda mig á stuðla sem ég náði að grenja mig útúr og lofaði öllu fögru. Sem ég auðvitað stóð aldrei við, ég bara stoppaði ekki. ´

Ég komst svo að ólettu daginn fyrir 18 ára afmælið mitt og hélt eg svo sannarlega að það barn myndi nú bara bjarga lífinu minu, en það gerði það ekki, ég fékk fæðinginarþunglyndi og þar tók sjukdomurinn minn öll völd. Sem betur fer i raun á ég móðir og fjölskyldu sem stóðu þett við bakið á mér.

Reyndi að hætta á hnefanum, reyndi að gera allt. 
For i 4 daga inna vog, ég átti enga samleið með þeim (Sem eg i raun átti, vildi bara ekki viðurkenna)

Áfram hélt neysla, eignaðist annað barn og bara JESS þarna kemur þetta , eg hlyt að stoppa nuna, en þvi miður var svo ekki. 
For svo aftur i meðferð 2015, og helt þetta kæmi þarna. 
Mig langaði að vera edru, þarna var eg buin að viðurkenna að eg væri með sjukdom, sem eg þyrfti að vinna með. 

Datt svo i það. Illa.
Endaði þrotlaus svo i meðferð 24.mars 2017

Ætla henda herna inn nokkrum myndum af mer a minum erfiðum timum.
Ég hef misst marga úr þessum sjúkdomi sem er hryllilegt.







Því miður þessi sem er með mer lést úr þessum sjukdomi sem ég sjálf berst við, sakna hennar oft á dag og er hun með spes stað a nattborðinu minu og verður hennar alltaf saknað, blessuð se minning hennar <3


Nú er komið að því hvernig lífið er í dag.

Í dag er ég bara að lifa lífinu til fulls, hef fengið að vera edrú frá 24.mars 2017, get ómögulega lýst því hvað SÁÁ hefur gert fyrir mig í dag, ég fæ að sinna börnunum mínum, ég fæ að vera ég, ég fæ að vera með vinum mínum, ég fæ að hjálpa öðrum.
Draumurinn minn er að vinna við að hjálpa öðrum.

Ástæðan sem ég er líka að þessu er að sýna að það er engin skömm að vera í endurhæfingu, játa sig aðeins sigraðann og hugsa um eigin líðan. 
Fyrst skammaðist ég mín alveg gífurlega að þurfa segjast vera í endurhæfingu eða fara í meðferð eða annað, fekk alltaf bara heyra að þetta væri aumingjaskapur og annað.
En í dag get ég sagt ég sé stoltur alkólisti.

Mér líður ekkert alltaf vel, ég er alls ekki fullkomin, og þetta er eilíf vinna, en þetta er klárlega besta vinna sem ég hef tekið að mér.
Og ætla ég mer að vinna i mer alltaf.

Ég skammaðist mín alltaf svo mikið að segja frá því að ég hafi misst börnin min frá mér þrisvar sinnum, að ég væri móðir sem hafi mistekist, að ég hafi skemmt börnin mín.

Nei, ég er enn ung, ég á enn allt lífið framundan, ég er að verða 27 ára gömul, stelpurnar mínar eru 8 ára og 6 ára, ég vinn hörðum höndum að móta þær útfrá fyrri árum og gengur það ótrúlega vel, okkar samband hefur aldrei verið betra.

Langar mig oft að gefast upp? Já alveg klárlega.

En eg ætla ekki að gera það. Ég ætla og ég skal.










Í raun snyst þetta blogg alls ekki um þetta en er þetta mín örlitla kynning. 
Meir mun svo skemmtilegt koma hingað.


Takk fyrir mig 
Þangað til næst 

-Guðrún Ósk

Engin ummæli:

Skrifa ummæli