fimmtudagur, 3. maí 2018

Ritstífla?... Smá...

Hæ elskur, 
Guðrún hér, 



Mig langaði rosalega að tala við ykkur, hef ekki verið mikið hérna, en verið líka óviss með hvað ég ætti að skrifa, jafnvel að finna það rétta fyrir ykkur og kanski vera í gírnum fyrir það líka, hann er kanski bara ekkert alltaf tilstaðar. 

En mig langar að koma með færslu, ekkert endilega stóra en virkilega mikilvæga varðandi sjálfskaðandi hegðun. 
Það er virkilega mikilvægt að það sé opnað umræðu um það, og líka opna fyrir það sé talað um það. 

Myndaniðurstaða fyrir selfharm

Því ég sjálf veit það er virkilega óþæginlegt að segja frá því, það er mikil skömm í því að segja frá því maður sé að meiða sjálfann sig, en getur samt ekki stoppað að gera það, rankar oft við sér eftir að vera búin að framkvæma skaðann. 

Ég sjálf ber ör á vinstri hendi, bæði eftir grunna og djúpa skurði, bara til þess að finna ekki til inní mér, losna frá sjálfri mér. Flýja svoldið raunveruleikann og verandi í leiðinni svoldið að kalla á hjálp án þess að segja orðið hjálp en óbeint að því, þar sem maður kanski ekki endilega þorði því að byðja um hjálp. Fannst maður kanski ekki beint nógu mikils virði til þess að eiga það skilið eða þessháttar. 

Myndaniðurstaða fyrir selfharm
Mér finnst rosalega mikilvægt að vera opin við ykkur, því ég vil þið gerið það sama. Þið finnið það að þið skiptið líka máli, ég veit það því ég hef verið á þeim stað að líða ekki þannig. En ég veit það í dag að ég geri það, og þú líka kæri lesandi.

Ég fékk alveg að heyra oft ég væri eitthvað skrítin að gera þetta, ég ætti að leita mér hjálpar. Ég faldi sárin og örin, var ekki oft í stutterma bolum. 
Skammaðist min fyrir að vera svona ''Geðveik''.
Í dag veit ég að það er ekkert að því að vera Geðveik.. Þó svo að fólk reyni að nota þetta í niðrandi meiningu og tók ég það inná mig verulega lengi en ekki í dag, ég veit ég er það. Ég lifi með því. Og loksins finnst mér ok að lifa með því.
Það tekur auðvitað tíma að hugsa svona en svona varð ég eftir kynferðisofbeldin, svona varð ég eftir ofbeldi, svona varð ég eftir neyslu og margskonar aðra þætti. 

Ég hótaði oft að drepa mig, oft langaði mig svo mikið að deyja. Og það er án alls gríns. Mig langaði samt aftur á móti líka að lifa og fá hjálp en ég sá aldrei leið út.

Myndaniðurstaða fyrir suicide

Þessvegna var gott að koma fram með meðvirkni, því það er heldur ekki gott að vera meðvirkur með manneskju í sjálfskaða.

Árið 2013 framkvæmdi ég fyrsta skipti sjálfsvíg, sem tókst ekki sem beturfer, en ég fór á gjörgæslu. Ég missti börnin mín og ég sá ekkert áframhald. 
Ég veit samt ekki verri tilfiningu en að vakna með fölskylduna mína fulla af áhyggjum um hvort eg væri að vakna eða ekki.. 
En þau og ég vorum mjög ágnæð ég væri á lífi.  

Þetta var alls ekki besta upplifunin en ég er hætt að lifa í skömm, því með þessa reynslu vil ég frekar geta hjálpað eitthverjum. 


Myndaniðurstaða fyrir suicide

Það er engin tilfining betri en að hjálpa öðrum. 
Það er eitt sem ég hef komist að í þessari edrúmennsku.

Hér fyrir neðan ætla ég að setja nokkra linka varðandi Sjálfskaðandi Hegðun og Sjálfsvíg.

Endilega fræðið ykkur um þetta, því þetta er mjög algengt.

Sjálfsskaði er algengt vandamál meðal ungs fólks. Á Íslandi búa um 50.000 manns á aldrinum 14-24 ára. Rannsóknir hafa sýnt fram á að um 10% ungmenna hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg og enn fleiri íhugað það. Þetta þýðir að um 5.000 ungmenni á Íslandi eru að skaða sig eða hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg. Fullorðnir einstaklingar sem hafa skaðað sig eru 100 sinnum líklegri en aðrir til þess að fremja sjálfsvíg.













Myndaniðurstaða fyrir suicide

Þangað til næst <3

1 ummæli:

  1. Vá er gott að vera aftur með fyrrverandi mína, þakka þér dr. Ekpen fyrir hjálpina, ég vil bara láta þig vita að þetta er að lesa þessa færslu ef þú ert með mál með elskhuganum þínum og leiðir til skilnaðar og þú gerir það ekki Vilja skilnaðinn, Dr Ekpen er svarið við vandamálið. Eða þú ert nú þegar skilnaður og þú vilt samt að hafa samband við hann. Dr Ekpen stafrænar rifrildi núna (ekpentemple@gmail.com) eða whatsapp hann á +2347050270218 og þú verður klæddur sem þú gerðir.

    SvaraEyða