laugardagur, 19. maí 2018

Félagsfælni... Félagskvíði...

Hææ Guðrún hér aftur, 



Nú langar mig enn og aftur að segja ykkur frá mér, segja ykkur mína sögu.. 
Eins og þið vitið sem fylgið okkur Kiönu á snapchattinu okkar Gullstelpur erum við frekar opnar með allt sem kemur að geðheilbrigði og er okkur mikilvægt að hjálpa öðrum, við höfum verið svo heppnar að fá að hjálpa nokkrum einstaklingum og þarna er markmiði okkar náð og munum við svo klárlega hjálpa öðrum og fleirum.. 

Þetta er hlutur sem mig langar klárlega að vinna með í framtíðinni að hjálpa öðrum, því það klárlega hjálpar mér.

Þau sem þekkja mig vita að ég elska Dr.Phil, hann er svona eitthversskonar fyrirmynd í mínu lífi og það sem ég vil gera, þó ég vilji kanski ekki endilega gera það í sjónvarpi þá vonandi á faglegu sviði og hefur þessi edrúmennska kennt mér það að hjálpa öðrum hjálpar manni sjálfum og svo mörgum í kringum það og það er bara svo falleg mynd að búa til. 
Meðan ég skrifa þetta er ég með Chicago Med á og uppáhalds persónan mín í þessum þáttum er geðlæknirinn Dr.Charles. 




Allt sem kemur geðsviði, fíknisjukdóm eða eitthvað í þessa átt heillar mig.


En að sögunni minni um Félagsfælni sem ég talaði smá um á snappinu okkar í gær, eins og ég sagði þá man ég varla eftir mér án félagsfælni, sumir eru feimnir og lagast þegar þeir aðlagast og hélt ég lengi ég væri bara ótrúlega feimin, en í raun þjáðist ég bara af félagsfælni sem kom svo seinna fram, ég veit það er til meðferðir við þessu og er það alveg magnað.



En til þess að fara nánar útí þetta hefur þetta verið mer hamlandi á svo mörgum sviðum hjá mér eins og t.d. þá elska ég dans, list og söng. (Ekki það ég syngi vel :'D)
En ég hef reynt, ég hef reynt að æfa dans enn alltaf hætt, ekki fundist ég nógu góð og alveg viss um að fólkið sem horfði væri að dæma mig eða stelpurnar sem ég æfði með færu saman heim og töluðu illa um hversu illa ég dansaði, svona var þetta alltaf, ég fór á söngnámskeið og hætti eftir 2-3 skipti því nákvæmlega sama gerðist, mér fannst þetta svo óþæginlegt og ég var alltaf yfirfull af kvíða. Hélt ég myndi ekki gera allt rétt, eða hrasa eða koma illa fyrir og aðrir myndu sjá það. Aldrei séð að það geta ekki allir verið fullkomnir og til þess að gera hlutina 100% verður maður að gera mistökin fyrst, ekki satt?

Eins og ég sagði var þetta hamlandi mér á svo mörgum sviðum, og í staðinn fór ég bara horfa á American Idol, So you think you can dance ásamt fleiru og elska draumana mína þar, horfi á þetta með mikilli ástríðu og óska þess að geta þetta sömuleiðis en hef í raun ''sætt'' mig við að gera þetta ekki vegna kvíðans í öll þessi ár. 

Svo nátturulega byrjaði ég í neyslu líka ofan á þetta og það hjálpaði þessu ekkert. Varð alltaf verri eftir því sem lengra dróst á neysluna og draumarnir urðu í raun að engu, að ég hélt. 
Þegar ég reyndi að vera edrú alltaf þá fékk ég mig aldrei til þess að reyna vinna þessa drauma upp aftur. En ég gerði það ekki, en það þýðir samt ekki að það sé um seinann. 

Ég er eins og ég sagði enn að vinna á þessu á mörgum sviðum, og ef ég ætla vinna við það sem mig langar að vinna við og uppfila draumana mína í áhugamáli líka í framtíðinni verð ég að ná tökum á félagsfælninni alveg og leyfa henni ekki að ná alltaf tökum á mér. 
Ég skammast mín ekkert fyrir það að vera skrifa þetta og vera ekki búin að ná fullum bata á þessu og þessvegna skrifa ég þetta líka til þess að þið sem lesið getið séð að þetta tekur tíma en er klárlega þess virði. 

Á meðan mun ég sinna áhugamálum með að horfa, með að taka fjarnám og gera þetta hægt á mínum hraða, ég er í endurhæfingu og ætla mér að gera þetta rétt, það er engin skömm að vera í endurhæfingu það er bara við sem erum þar að sinna okkar veikindum rétt. 

Hjálpar mér að fara út að vinna, hjálpar mér að sinna áhugamálum, hjálpar mér að hjálpa öðrum og líða flesst alla tíma bara ágætlega vel. 



Ég las mér svoldið um félagsfælni og ætla setja punktana hér sem ég punktaði niður og svo linka ég fyrir neðan þar er próf sem fólk getur tekið sjálf heima hjá sér og gengið kanski úr skugga að þau eru með þetta sömuleiðis og ég.
Ég veit það ég tjékka já í alla þessa punkta hér fyrir neðan og skora enn hátt á prófinu, þó minna en fyrst þegar ég byrjaði nú í endurhæfingu.
Sækjum batann <3



  • Félagsfælni lýsir sér í þráðlátum kvíða við félagslegar aðstæður þar sem fólk óttast að koma illa fyrir og að aðrir myndi sér neikvæða skoðun á því.
  • Fólk forðast þessar aðstæður eða þraukar þrátt fyrir mikinn kvíða.
  • Tjá sig fyrir framan aðra, mæta í veilsur og kynnast nýju fólki , tala við yfirmenn eða halda erindi.
  • Vandinn þarf að há fólki verulega í daglegu lífi til að um félgasfælni sé að ræða.
  • Félagsfælni er algengasta kvíðaröskunin og háir 12% fólks.
  • Líkamleg einkenni sem hrjáir fólk með félagskvíða óttast að aðrir sjái eru : Roði, Sviti, Skjálfti eða Spennt raddbönd.
  • Hugurinn getur tæmst og fólk átt erfitt með að einbeita sér.
  • Tilfiningaleg einkenni eru meðal annars : Kvíði, Óöryggi, Skömm, Pirringur og Höfnunartilfining.
  • Félagsfælni getur leitt til þunglyndis og misnotkunar á fíkniefnum.
  • Fólk verður óþæginlega sjálfmeðvitað og finnur oft til vanmáttar.






Þakka annars fyrir mig í dag, 
Þangað til næst <3


1 ummæli:

  1. Vá er gott að vera aftur með fyrrverandi mína, þakka þér dr. Ekpen fyrir hjálpina, ég vil bara láta þig vita að þetta er að lesa þessa færslu ef þú ert með mál með elskhuganum þínum og leiðir til skilnaðar og þú gerir það ekki Vilja skilnaðinn, Dr Ekpen er svarið við vandamálið. Eða þú ert nú þegar skilnaður og þú vilt samt að hafa samband við hann. Dr Ekpen stafrænar rifrildi núna (ekpentemple@gmail.com) eða whatsapp hann á +2347050270218 og þú verður klæddur sem þú gerðir.

    SvaraEyða